Og margar vélar eru svona í dag. Þegar LS1 vélin var hönnuð fyrir C5 Corvettu þá var spurning um hvora leiðina ætti að fara. Hönnuðurnir völdu þessa leið því þá þyrfti færri hluti (færri hlutir=>færra getur bilað), það færi ekki eins mikið fyrir vélinni og hún yrði léttari. Einnig skemmir ekki fyrir að hún er ódýrari í framleiðslu.
Ég las grein um þetta í að mig minnir Motor Trend og þar kom fram að þessi 5,7 lítra V8 vél var léttari en 4cyl Hondu vél.
Þessi tækni getur vel skilað miklu afli en sem dæmi þá skilar LS6 yfir 400 hrossum, án þess að verið sé að pína mikið úr henni (á nóg eftir).
Corvette ZR1 með LT5, 32 ventla vél skilaði svipuðu afli og LS6 vélin er að skila nú í dag. Hinsvegar er miklu ódýrara að smíða hana.
JHG