Fyrst þú nefnir Lamborghini, þá vil ég benda á að ef maður talar um ýmsar tegundir þeirra ágætu bíla með sauðaframburðinum verður útkoman hræðilega ljót. Ég er auðvitað hlyntur því að leyfa fegurð að njóta sín og ber því Gallardo, Countach og Murcielago ekki fram með „íslenskum“ hætti. Fólk getur auðvitað gert það, en það er ljótt og varla hægt að segja að það sé réttara en… tjah, réttur framburður.<br><br>-
“Góðan bjór má þekkja með því að taka aðeins einn sopa - en það þarf að vera almennilegur sopi.” - Tékkneskur málsháttur.
<u>Bjór vikunnar</u> er <a href="
http://www.orval.be/an/products/brewery/brewery1.html“>Orval</a> - Hugsanlega besti bjór sem fæst á Íslandi. Orval er belgískur og bruggaður í ölgerð Trappistaklausturs. Hann er þurrari og beiskari en almennt er með slíka bjóra, en einnig áfengisminni, aðeins 6,2%. Margslunginn og margbreytilegur passar Orval við flest tilefni, en drekkist helst úr viðeigandi kaleik og ávalt vel volgur.
<font color=”white">FNORD</font