Það er allt hægt, þetta er bara spurning um peninga (og hvað er skynsamlegt).
Það er ekki nóg að hugsa um hvaða knastás heldur verður þú að byrja á að spyrja þig hvernig ætlar þú að nota bílinn. Ef hann á eingöngu að vera fyrir kvartmílu þá er í lagi að hafa úberheitann ás, 4.10:1 hlutföll (eða lægra) og stall converter sem stallar í 4000 snúningum. Svona bíll væri hundleiðinlegur í venjulegum akstri. Því þarftu fyrst að skilgreina notin, hvaða hedd þú ætlar að nota, þjöppu, hlutföll, stall ofl. áður en að ásnum kemur.
2 eða 4 bolta, þetta er spurning um hve margir boltar halda höfuðlegubökkunum. Ef þú ert með 350 sem þú ætlar að tjúna mikið (eða snúa mikið) þá myndi ég nota 4 bolta (bara til öryggis). 2 bolta ætti að þola allt sem þú leggur á hana en því að taka sénsinn. Ef þú ert hinsvegar með 400 sbc þá er 2 bolta vélin betri (myndast stundum sprungur í þeirri 4 bolta). Það er hinsvegar ekki vitlaust að kaupa aftermarket bakka m.v. 4 bolta.
Innspítingar. Einfaldast væri að fá sér TPI innspítingu (orginal á F-body (1985-1992) og Corvette (1985-1991), hún skilar miklu togi og er góð í götubíl. Gallinn við hana er að hún er ekki mikið fyrir hærri snúning en 4800-5200. Þú getur þá sett á hana intake af LT1 (sem búið er að breyta), Miniram eða Stealth Ram (frá Holley). Einnig er spurning um að kaupa kerfi frá t.d. Holley eða Edelbrock. Ef vélin á að skila miklu þá ættir þú að notast við innspítingu frá 1990-1992 en þær eru svokallaðar Speed density en byggjast ekki á MAF skynjara eins og þær frá 1985-1989 (hann getur orðið hyndrandi á loftflæði). 1985 innspítingin er talin sú lakasta en tölvan réð ekki við víst eitthvað hægvirk. 1986-1989 eru að mestu leiti eins.
Árið 1987 breytti Chevrolet staðsetningu bolta á milliheddi small blokkarinnar. Það er hægt að breyta þeim eldri til að passa á yngri hedd, en auðvelldara að fá sér innspítingu af 1986 bíl.
Blöndungar hafa verið notaðir í fjölda ára fyrir allskonar forþjöppur. Það er rétt að þær hafa meira verið tengdar innspítingum hjá kananum, en nú er hægt að fá sett til að setja afgastúrbínu á blöndungsbíla.
Ég ákvað að fara töluvert aðra leið að afli. Ég er með 400 sbc sem líklegast endar sem 406. Með þetta mörg kúbik þarf ég ekki svo heitann ás til að fá helling af afli. Ég þarf bara góð aftermarket hedd). Góðgætið í hana kostar samt nógu mikið :(
Ein besta síða sem ég get bent þér á er www.thirdgen.org , þar eru bæði ágætis greinar en síðan er spjallið hjá þeim alls ekki slæmt.
JHG