Sælt veri fólkið!

Mér býðst til sölu 1 stk. Subaru Legacy GL Sedan 1997 með 2.0 vél (sjálfskiptur) og keyrðan um 70.000.

Bíllinn er mjög vel með farinn (2 eigendur) og litur út sem nýr.

Ég er svona að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að fjárfesta í þessum bíl, en það sem helst heldur aftur af mér er það að mér er sagt að þessir bílar eyði nokkuð mikið (og að það sé eitthvað sem hafi lagast í síðari árgerðum sama bíls). Þessi týpa er um 1.390 kg og ef notast er við þumalputtaregluna 1L/100KG, þá mætti ætla að hann eyddi eitthvað um 14 lítrum á hundraðið. Getur einhver hér upplýst mig um það hvað þessir bílar eyða miklu, sem og hvort að það er eitthvað annað sem að mætti hafa í huga varðandi þessar bíla (einhverjir algengir gallar, kostnaður við viðhald, o.þ.h.)


Bestu kveðjur,
747