Ég hef mikið verið að pæla að kaupa 88´ Accord af mömmu og pabba þegar vélin í henni hrynur. Ég var að hugsa um að finna mér þá 2.2L Honda vél í hana. Ég var síðan að hugsa um að fá mér þrykkta stimpla, porta heddið, fá mér knastás með háum kömbum, litla túrbínu, opna loftsíu, opið 2.5“ púst og ýmislegt annað dót fyrir stóra krakka og búa mér til sleeper. Það eina sem ég myndi gera við boddýið væri að setja lítið skóp á húddið fyrir loftinntakið, svona V-laga eins og á Evo. Síðan myndi ég setja á hana betri bremsur, breiðari dekk og hljóðkút með tveimur skekklegum stútum, hvor þeirra yrði svona 1.5” í þvermál. Mig langar bara að heyra hvað ykkur finnst um þetta og kannski að fiska eftir uppástungum.

Hauku
“Og hana nú” sagði graða hænan.