Ég veit nú reyndar að kostnaður við stimplana og knastásinn er töluverður en vinnan yrði ekki dýr þar sem að ég er bæði handlæginn auk þess sem ég er að læra málmiðnir og stefni á bílasmíði og bílarafmagn, faðir minn er bifvélavirki og bróðir minn forfallinn jeppakall.
En þetta með drifið, ég hafði hugsað mér að skipta um hlutföll og reyna að finna mér driflæsingu. Varðandi það að hafa drifið réttu megin, góður punktur, en þessi bíll er það léttur að hann á í engum erfiðleikum með að komast af stað. Hann er samkvæmt síðustu skoðun 1115 kg svo að ég hef litlar áhyggjur hröðuninni. Ég er þó ekki að segja að hann myndi hafa jafn þungann og jafn öflugann afturhjóladrifinn bíl í spyrnu, en þessi yrði bara svona fyrsta project og yrði sennilega seldur í pörtum seinna meir, nema að það vilji einhver Honda áhugamaður kaupa hann heilan (efast þó um það).
Kannski ég fái mér svona lítinn BMW einhvern tímann, svona eins og þennann svarta 88´ sem var í spyrnunni í sumar á Akureyri. Kannski, hver veit? En málið er það að ég er forfallinn aðdáandi Kamikaze kagganna og mun líklaga halda mig við þá hvort sem ég einbeiti mér meira að þessu sporti eða jeppum. Þó ég sé svona hrifinn af japönskum bílum er ég ekki “ricer”, ég væri varla í sleeper hugleiðingum þá, er það nokkuð? En ég efast þó um að ég fari að fá mér hatchback. Þar sem ég er tveggja metra hár er ég hrifnari af sedan.
Ég ætla að skoða þetta betur þó, því eins og ég sagði í fyrri pósti “ég er að <b>hugsa</b> um að kaupa 88´ Accord”, sagðist aldrei vera búinn að borga fyrir hana. Ég sá í Fréttablaðinu í gær BMW 318i 93´ til sölu á tæp 400 þús. Get þó ekki keypt hann núna þar sem ég er fátækur námsmaður sem get aðeins látið mig dreyma í bili um kappakstur og hö.
Fátækar kveðju, Bauksi.
“Og hana nú” sagði graða hænan.