Ég held alveg örugglega að þetta sé skilgreint sem þokuljós.
þetta er að finna í umferðarlögum 1987 nr. 50 30. mars
32. gr. [Við akstur vélknúins ökutækis skulu lögboðin ljós eða önnur viðurkennd ökuljós jafnan vera tendruð.]1)
[Við akstur ökutækis í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er vegna veðurs eða af öðrum ástæðum ófullnægjandi, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veginn eða til að aðrir vegfarendur sjái ökutækið, skulu lögboðin ljós vera tendruð. Ökutæki, sem eigi skal búið ljósum, skal þá auðkennt samkvæmt reglum2) sem dómsmálaráðherra setur.]1)
Nota skal háan ljósgeisla þegar sjónsvið ökumanns nægir annars ekki til að aka örugglega miðað við ökuhraða.
Háan ljósgeisla má eigi nota:
a. þegar ekið er um nægilega vel lýstan veg,
b. þegar ekið er á móti öðru ökutæki, þannig að valdið geti ökumanni þess glýju, eða
c. þegar ekið er svo skammt á eftir öðru ökutæki, að valdið geti ökumanni þess óþægindum.
Nota skal lágan ljósgeisla, þegar ekki er skylt eða heimilt að nota háan ljósgeisla.
[Í þoku, þéttri úrkomu eða skafrenningi má nota þokuljós í stað eða ásamt lágum ljósgeisla. Hjálparljós má eigi nota til annars en þau eru ætluð.]1)
Ljós má eigi nota þannig að valdið geti öðrum vegfarendum glýju.
Eigi má nota annan ljósabúnað eða glitmerki en boðið er eða heimilað í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim.
Dómsmálaráðherra getur sett reglur um varúðarmerki fyrir reiðmenn og hesta.
Saxi
Vestur Saxlandi