Ég þori ekki alveg að hætta mér til að lýsa hvernig sambandi Cosworth og Ford var háttað á tíma Sierrunar. Hins vegar telst Cosworth varla breytingaaðili, heldur tóku þeir þátt í þróun bílsins. Vélarnar hafa þá líklega verið skrifaðar á Cosworth.
Mig minnir að aðalgerðir Sierra Cosworth hafi verið tvær: annars vegar í “plain” þriggja dyra boddíinu (ekki með tvískiptri aftari hliðarrúðu eins og XR4i bílarnir) og síðan Saphire Cosworth, sem kom síðar og var fjögurra dyra með skotti og fjórhjóladrifi. Velvirðingar ef ég er eitthvað að bulla með þetta.
Ég hef hins vegar tekið eftir a.m.k. einum eða tveimur Sierrum sem hafa fengið Cosworth merkingar án þess að geta mögulega verið Cosworth bílar.<br><br>-
“Góðan bjór má þekkja með því að taka aðeins einn sopa - en það þarf að vera almennilegur sopi.” - Tékkneskur málsháttur.
<u>Bjór vikunnar</u> er <a href="
http://www.orval.be/an/products/brewery/brewery1.html“>Orval</a> - Hugsanlega besti bjór sem fæst á Íslandi. Orval er belgískur og bruggaður í ölgerð Trappistaklausturs. Hann er þurrari og beiskari en almennt er með slíka bjóra, en einnig áfengisminni, aðeins 6,2%. Margslunginn og margbreytilegur passar Orval við flest tilefni, en drekkist helst úr viðeigandi kaleik og ávalt vel volgur.
<font color=”white">FNORD</font