Koenigsegg CC vs. McLaren F1
Af öllum ofurbílunum sem munu koma á næstu árum þykir sænski(!) Koenigsegg CC lofa bestu. Þegar er talað um að þetta verði bíllinn sem taki við McLaren F1. Koenigsegg verður aðeins kraftmeiri og aðeins léttari og mun líklegast slá Macca F1 við á blaði. Fyrir mitt leiti þarf meira til að fella kónginn, þar sem útlit og framkvæmd var allt á stórfenglegasta máta hjá meistara Murray. En ég kvarta ekki ef Koenigsegg CC skákar F1 hvað varðar afköst og aksturseiginleika. Þá hefur ofurbíllinn færst skref áfram…