Ég ætla alls ekki að þykjast vera sérfræðingur í pústmálum (er langt frá því og verð það örugglega aldrei) en þau fræði eru meiri en hægt sé að fara yfir þau í stuttri grein.
Ég hef lesið nokkrar greinar um efnið í erlendum tímaritum (sem geta samt aldrei talist annað en einfaldanir) og samkvæmt þeim þá skipta rörin líka máli, og það var oftar en ekki bakkað upp með dynomælingum.
Ein af ástæðnum var að of stór rör geta hægt á afgasinu sem getur svo leitt til fyrirstöðu. Hinsvegar skiluðu þau oftar en ekki fleiri hámarks hestöflum. Allar greinarnar áttu það sammerkt að fjalla um kerfið sem eina heild, því það er ekki hægt að taka einn þátt út án þess að hugsa um restina (verður að hugsa um leið loftsins frá því að það fer inn þangað til að það fer út).
Það má svo vera að einhverjir sérfræðingar telji að rörin skipti ekki máli, og að einhverjar mismunandi kenningar séu nú uppi, en eins og þú veist þá mátt þú búast við 10 mismunandi svörum frá 10 mismunandi fræðingum :)
En ef menn ætla að kafa djúpt í fræðin þá fyllir lesefnið nokkra hillumetra.
Eina reynsla sem ég hef af þessu að ég setti tvöfallt 3 tommu aftan við 350 sbc og ég fann mun á togi á lágum snúning (enda er pústið alltof stórt). Ég átti ekki von á að finna neikvæðan mun (þó ég hefði verið varaður við) en fann hann samt. Ég fann kannski ekki mikinn mun á venjulegum akstri en eitt sinn er ég var að keyra jeppann í blautu færi þá fann ég mun frá því hvernig hann vann áður á lágum snúning. Eina breytingin var að ég fór úr tvöfölldu 2,5 tommu í 3 tommur og opnir kútar (mikið var ég feginn þegar þeir eyðilögðust, voru að gera mig brjálaðann).
Ég hallast því að því að í gömlu kenningunum (sem flestir miða við ennþá) leynist einhver sannleikur, hvort sem áhrifin séu minni en oft hefur verið af látið eða ekki.
JHG