Ég verð að vera ósammála þér. Ég held að vetnis/rafmagns bílar verið ekki kraftminni. Það þíðir ekkert að bjóða neitendum upp á það. Í það minnsta ekki okkur bílaáhugamönnum. Þar fyrir utan eru rafmagnsbílar nú þegar orðnir mjög kraftmikilir. <a href="
http://www.commutercars.com">Tango</a> er gott dæmi um þetta. Bíllinn er að vísu ekki kominn í almenna framleiðislu, en engu að síður er búið að smíða nothæfa frumtípu sem hefur verið til sýnis víðsvegar í usa. Hönnuður þessa bíls (Rick Woodbury) gerði sér strax grein fyrir því að það þýddi ekkert að bjóða mönnum upp á bíla sem eru af lægri standar heldur en bílar dagsins í dag. Þessi litli tveggjasæta rafmagnsbíll, er því hálfgerður ofurbíll hjá honum. Tango fer kvartmíluna á 12 sekúndum, og er innan við 4 sekúndur í 60 mílur/klst (97km/klst). Fyrir utan það, þá sitja allir rafgeymarnir í bílnum á botnplötunni (undir sætunum) þannig að bílinn er jafn stöðugur og bestu sportbílar. Hann er svo búinn rallí stólum og fjögurra punkta beltum.
Ég held því að við þurfum ekki að örvænta að bílar framtíðarinnar verði einhverjar leiðinlegar sparneyttnar niðusuðudósir.
Ég sendi Rick email um daginn og spurði hann út í möguleika á að bjóða bílinn með vetnis rafal. Hann svaraði mér því að vetnisrafalar væru einfaldlega ekki komnir nógu langt á veg til að hagkvæmt væri að nota þá í dag. En bætti svo við að þeir yrðu að sjálfsögðu boðnir um leið og það yrði hagkvæmt. Og til að bíllin missti nú ekki þennan ofur stöðugleika við að missa rafhlöðurnar þá yrði sett einhver ballest í staðinn í botnin á honum.
Hmmm maður ætti kanski bara að taka sig til og skrifa grein um Tangoinn. Hvað segi þið, á ég að henda saman einni grein yfir helgina?