Þetta fyrirbrigði kraftpúst held ég að sé yfirleitt misskilið. Til að pústið verði þess valdandi að vélin skili meira afli þá þarf það að hleypa vel í gegnum sig. Stærri rör og opnir kútar ásamt flækjum skila því oft mjög vel. Of stór rör (við n/a vélar) geta hinsvegar virkað neikvætt á afl og hröðun.
Mér hefur sínst að það sem menn kalla oft kraftpúst sé ekkert annað en stærri kútur, sem væntanlega skilar eitthvað betur í gegnum sig (sem var alltaf kallað opinn kútur). Í sumum tilfellum er um heildarkerfi að ræða, en yfirleitt ekki meira en kútur og stútur.
Það er ekki nóg að hugsa aðeins um kútinn (og stútinn sem gefur ekkert) heldur verður að hugsa um kerfið sem heild, frá loftsíu, gegnum vélina og útúr röri.
JHG