Ja nú er ég undrandi, aðeins tæpur helmingur þeirra sem hafa svarað finnst að það ætti að sekta þá sem ekki nota stefnuljós.

Stefnuljós er hluti af öryggisbúnað, hann varar aðra ökumenn við því sem þú ætlar að gera. Þar að auki eru þau til mikilla þæginda, sérstaklega ef hægt er að treysta þeim.

En helming svarenda er annaðhvort sama eða finnst að ekki ætti að sekta fyrir að nota þau ekki.

Persónulega finnst mér það mikið tillitsleysi að nota ekki þennan einfalda búnað. Hversu oft höfum við ekki lent í því að bíða eftir að komast inná götu, og bíll kemur aðsvífandi (og hindrar mann í að fara yfir) en gefur beygjir á síðustu stundu til hliðar. Ef sá hin sami hefði gefið stefnuljós þá hefði maður komist yfir/inná.

Það kom fram í könnun erlendis að þeir sem nota ekki stefnuljós væru yfirleitt með lægri greindarvísitölu en aðrir. Ég veit ekki hve mikið er til í þessu, en grunar þó að þetta eigi við einhver rök að styðjast.

JHG