Á reyndar bara stæði í bílageymslu. En í því stendur '83 módel SAAB 900 GLE, sem ég hef verið að dunda við að breyta og bæta síðust árin.
Helstu breytingar eru nýjir Kilen gormar, en 19 ára gömlu gormarnir sem voru í bílnum voru vægast sagt orðnir mjög þreittir og slappir. Og fyrst maður þurfti að skipta um þá á annað borð þá ákvað ég að panta þessa gorma frá Svíþjóð (www.speedparts.se). Þeir lækkuðu SAABinn um u.þ.b. 2 cm og eru mun stífari heldur en gömlu gormarnir. SAABinn er miklu skemmtilegri í akstri fyrir vikið.
Bróðurpartur síðasta árs fór svo í að skipta um vél og skiptingu í honum. Ég ætlaði mér reyndar bara að skipta um gírkassa til að byrja með, en gamla sjálfskiptingi var farin að hafa all verulega hátt og ég átti orðið von á því að hún hrindi undan bílnum þá og þegar. En þar sem sjálfskiptingarnar í þessum bílum eru af ævafornri hönnun, aðeins þriggja þrepa og almennt leiðinlegar, þá var ég harð ákveðinn í því að gera SAABinn beinskiptan í leiðinni. Ég var því búinn að hafa augun opin fyrir gírkassa um nokkurt skeið. Það var svo <a href="
http://www.icesaab.net“>Nóni</a> ofur SAABari sem benti mér á bíl sem væri verið að rífa. Ég dreif mig því þangað til að festa kaup á kassanum, en þegar á staðinn var komið kom í ljós að gírkassinn var áfastur við svo skemmtilega vél (2.0l 16 ventla, túrbó) að ég keypti hana bara líka :) Næstu mánuðir fóru svo í að gera vélina upp. En hún reyndist ansi illa farinn og hafði ég í rauninni keypt köttinn í sekknum, því gírkassinn var ónýtur líka. En hvað um það. Nú varð ekki aftur snúið. Vélin var rifin í spað og það voru þrjár aðrar vélar líka. Öllu loks hrúgað saman í eina nothæfa vél. Einn SAAB keyptur í varahluti, og þar á meðal gírkassa. Það var svo loks síðasta haust (eftir 6 mánuði af þrotlausri vinnu) sem ég gat startað. Og viti menn, allt var í fínu lagi.
Ég hirti líka jafnvægisstangirnar úr túrbóbílnum sem upprunalega vélin kom úr. Aftari stöngin er kominn í minn en sú fremri bíður betri tíma, enda töluvert meira mál að setja hana í bíl sem ekki var með stöngum fyrir. Og þvílíkur munur að vera með stöngina. Hann varla haggast orðið í begjum.
Fleiri breytingar eru millikælir, staðsettur framan við vatnskassan og nýir spindlar og stýrisendar. Þá er það held ég allt upp talið.
Næsta breyting sem er plönuð, er <a href=”
http://www.bgsoflex.com/megasquirt.html">MegaSquirt</a> tölvustýrð og forritanleg innspýting. En fyrri pöntuninni er kominn til landsins og ég bíð spenntur eftir þeirri síðari, því þá er hægt að byrja að setja saman :D