Sælir/sælar

Ég var að velta þessu með hestöflin fyrir mér um daginn og einhvernveginn held ég að 80% eða meira séu að ýkja.
En hvað um það, hér á íslandi eru til slægur af vel kraftmiklum bílum og finnst mér athyglisvert hversu margir eru með turbo eða blásara í bílum sem voru N/A orginal.
Þessir bílar eru oft ofmetnir að mínu mati og finnst mér að þessir einstæklingar ættu að fara og mæla bílana.
Þið getið farið upp í tækniþjónustu í hafnafirði og gert það þar.


D. Ég á bíl sem ég er að vonast til að verði 300hö út í flywheel eftir febrúar.
Síðasta sumar taldi ég hann 200hö eða 180 út í hjól. Eftir slatta af spyrnum á kvartmílubrautinni gat ég látið reikna út hesftöflin, þau voru 220 út í hjól???
(Einhvernveginn hafði ég ekki trú á þessari stærð en var samt gaman að geta sagt frá henni.)
En hvað um það, stuttu seinna talaði ég við mann sem sagði að bíllinn hans, sem var eins og minn, væri orðinn 300 hestöfl og rosa kraftur. Kvartmílutíminn hans væri orðinn 14,3 sec!!!.
Ég man ekki betur en minn besti sé 14,1 og held ég bílinn hafa verði 200hö þegar það gerðist. Þannig að annar okkar er væntanlega að ýkja, og ég veðja á 300hö gaurinn.

Nú legg ég til að þeir sem eigi kraftmikla bíla, aðalega þó breytta skrái hér inn stærðir á bílunum og reikni út hvað hann er kraftmikill. EN ATH, það er aðeins viðmiðun og finnst mér þær stærðir alltaf aðeins stærri en tilefni gefur til.

Hér er linkur:
http://www.foo.is/calc/horsepower.plp

OG EKKI ÝKJA Í STÆRÐUM!!! koma með réttu hlutina.
p.s. til að gera þetta þarf að hafa réttan kvartmílutíma og hafa viktað bílinn sinn á góðri vikt.
p.s.s í sumar var eitthvað mis í kvarmílumælinum svo að ekki trúa öllu