Halló!
Ég ætla að skrifa um svolítið sem gerðist fyrir bróðir minn!
Það er þannig að við bjuggum á Íslandi í fyrra þegar hann var 16 ára, þá tók hann ökutíma og hann stóð sig það vel að hann þurfti ekki að taka nær um því alla tímana sem þarf venjulega að taka, bróðir minn er manneskja sem elskar að keyra og hann er meira fyrir svona nýja bíla með lo profile og svona heldur enn gamla kvartmílubíla og þannig dæmi.
Síðan varð hann 17 ára síðasta sumar og fékk bílprófið glaður á afmælisdaginn sinn, hann fékk að keyra í eins og viku því að eftir það fluttum við til Svíþjóðar og núna er það þannig að í Svíþjóð fær maður ökuleyfi þegar maður er 18 ára en ef að þú ert útlendingur, sem ert skírður í öðru landi og búinn að fá ökuskirteini í öðru landi þá máttu keyra í Svíþjóð!!
Nú kemur vandamálið, við erum báðir bræðurnir skírðir í Svíþjóð og það leiðir til þess að hann má ekki keyra nema með æfingaraksturs merki og það vill hann ekki því honum finnst það svo skömmustulegt og þess vegna bíður hann í eitt ár eða núna er það hálft ár þangað til að hann má keyra.
Núna er ég orðinn 15 ára og eftir ár mætti ég eiginlega keyra á íslandi sem æfingarakstur en ég held kanski að ég þurfi líka að bíða!!!! :(