Ef maður er af þeim skólanum að skoða bíla sem tölur á blaði, kemur Koenigsegg ábyggilega í stað McLaren F1. Mér finnst ekkert tiltökumál að slá hestaflamet McLaren F1 (vissi ekki einu sinni að hann hefði metið á þeim bænum) og sérstaklega ekki ef maður notar þvingaða þjöppu (forced induction) í það.
Það sem verður gaman að sjá verður t.d. hvort Koenigsegg slær hámarkshraðamet McLaren og hvernig hröðunin er á milli þessara bíla. Gordon Murray sem var yfir F1 verkefninu hefur efasemdir um að Koenigsegg nái hraðametinu, en ég ætla að bíða og sjá.
Ferrari Enzo virðist ekki hafa við McLaren F1 hröðunarlega séð, þó mjótt sé á mununum. Það má bæta við að Ferrari Enzo er aflmeiri en McLaren F1 og með svipað stóra vél, en engar forþjöppur. Ef mig misminnir ekki er afl Enzo álíka og afl Koenigsegg, en ef eitthvað (skv. tölunum í síðasta pósti) virðist Koenigsegg seinni í 100 km/h, þó mismunurinn á milli allra þessa bíla í þeim efnum sé tittlingaskítur.
Það sem mér finnst draga Koenigsegg CC mest niður í þessum félagsskap er endursmíðuð Ford V8 með blásara. Þannig vél á einfaldlega ekki heima innan um það sem er ábyggilega meðal bestu V12 véla fyrr og síðar! Tölur á blaði eiga aldrei eftir að breyta því að McLaren F1 var óskoraður meistari í meira en áratug. Engu var til sparað til að gera mesta ofurbíl, fyrr og síðar, og í mínum augum, og margra annarra, er hann það enn.
Nú er ég alls ekki að reyna að kasta rýrð á Koenigsegg. Ég ber mikla virðingu fyrir bílnum hans eftir að hafa séð samanburðarpróf með honum í Evo. Ég myndi hugsanlega frekar vilja eiga (yeah, right!) Koenigsegg CC en Ferrari Enzo. En ef þú spyrð mig í hvorum ég vildi fá prufuakstur, myndi ég taka Enzo hiklaust.
Málið er bara að það er liðinn áratugur. McLaren F1 var stökk á sínum tíma. Hvar er stökkið nú?
Og í guðanna bænum ekki svara Bugatti Veyron 16/4, jafnvel þótt hann hirði von bráðar metið yfir aflmesta framleiðslubíl í heimi…<br><br>-
“Borgarastéttin varð fyrst til þess að sýna, hverju atorka mannanna fær afrekað.” - Marx & Engels
<font color=“white”>FNORD</font