Jæja, þeir sem lásu póstinn minn fyrir nokkru þar sem Galantinn minn tók annan Galant í spyrnu þá er komin ný spyrnusaga.
Kallinn minn er á frúarbílnum núna þar sem vinnubíllinn hans bíður eftir nýjum startara á verkstæði og kl. 8 í morgunn þá stoppar hann á ljósum í Kópavogi og við hliðina á honum er nýlegur BMW af stærri gerðinni. BMWinn gaf vel í þegar kom grænt og testesterónið í kallinum hækkaði þrefalt og gaf hann líka í. Þeir voru hlið við hlið heillengi og hjartslátturinn í kallinum rauk upp í 200 slög á mín. og endaði “spyrnan” við hringtorg þar sem Bimminn svínaði á kallinn minn á ytri akrein (kallinn var á vinstri akrein) og þurfti hann að jafna sig eftir þetta, bæði að hafa næstum lent í slysi og látið það eftir sér að spyrna við BMW.
Allavega niðurstaðan var að Galantinn hafði í við Bimmann sem er ekki slæmt, ég minni á að hann er til sölu fyrir sanngjarnt verð ef einhver hefur áhuga :)
IceCat<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h