Í gær byrjaði að koma titringur uppí stýrið á bílnum mínum þegar maður er kominn uppí ca 75-80. Hann er á frekar slitnum heilsársdekkjum og hefur alltaf verið mjög góður í stýrinu. Gæti verið að það þurfi jafnvægisstillingu á hjólin? Er ekkert skrýtið að það byrji bara allt í einu titringur. Þegar ég setti þessi dekk undir áleit ég að ég þyrfti ekki að láta jafnvægisstilla því hann var svo góður í stýrinu.. btw þá er þetta Mazda 323 árgerð 1999.
Gott væri að fá svar :)