Þetta hefur verið mikið hitamál í mínum vinahópi þar sem ég hef lent á móti öllum. Ég hef ekið um á sjálfskiptum síðan ég fékk bílpróf (13 ár síðan) og sjálfri finnst mér þeir betri í snjó.
Aðrir í hópnum aka á beinskiptum og þeim finnst þeir betri í snjó. Ég get orðið alveg hoppandi brjáluð því þetta er bara spurning um persónulegt mat. Svo náttla eru margir sem ekki hafa ekið sjálfskiptum sem halda að í þeim séu engir gírar. Þú notar 1 og 2 gír alveg eins og á beinskiptum og ert ekkert hangandi á bremsunni.
Það er ekkert hægt að fullyrða að beinskiptur sé betri í snjó því þeir sem kunna að aka sjálfskiptum bílum finnst það ekkert endilega.
Að öðru varðandi skiptingar þá persónulega skil ég ekki af hverju beinskiptir bílar eru ennþá til fyrir almenning. Af hverju að vera að gera keyrsluna eitthvað erfiðari en hún þarf að vera? Nú verða örugglega allir brjálaðir og segja að ég sé með fordóma en þetta er eingöngu mitt mat og ætla ég ekki að troða því upp á einn eða neinn.
Ég hef svo oft lent í hávaðarifrildum þegar “beinskipt” fólk reynir að troða sinni skoðun upp á mig sem hef reynslu af allt öðru.
IceCat<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h