Gaman að lesa í könnuninni skiptingu á milli árgerða bíla á meðal Huganotenda. Reyndar hafa aðeins 47 svarað en spurning er hvort þetta sé rétt hlutfall í þjóðfélaginu eða hvort Huganotendur séu blanki og þarafleiðandi á eldri bílum. Sjálf er ég á 1993 Galant og hef ég alltaf keypt frekar eldri, vandaðri bíla og með meiri lúxus heldur en yngri Harlem bíla.
Hef bara átt Carinur td. en hefði aldrei dottið í hug að kaupa Corollur. Mér finnst muna svo miklu á aksturseiginleikum og þá finnst mér árgerðin ekki skipta miklu máli. Áður en ég keypti Galantinn átti ég MMC Lancer 1998 árgerð station því ég hugsaði náttla með mér þar sem ég er komin með börn og hund þá þyrfti ég að vera á svoleiðis bíl. Ég átti hann aðeins í 9 mánuði og var dauðfegin að losna við hann. Enginn kraftur (1600 vél) og ekkert gaman að gera hann flottan með álfelgum oþh.
Hvað með ykkur, hvort kaupið þið MMC Lancer 1998 eða MMC Galant 1993-5 ?
Það er svo rosalegur munur á þessum tveimur bílum að ég vel frekar eldri bílinn þar sem hann er miklu skemmtilegri (og fallegri) en Lancerinn.
Einnig finnst mér skipta máli að vera ekki á bíl eins og allir aðrir í umferðinni, Corollur, Civicar, Accentar og þess háttar bílar bara henta mér ekki.
Gaman að fá ykkar álit á þessum hugleiðingum mínum sem leiddust eitthvað allt annað en átti að vera :)
IceCat<br><br><b>eaue skrifaði:</b><br><hr><i>Ég hef ákveðið að gera alltaf það sem mér þykir réttast í kattauppeldi, og það er að hlýða kisa í einu og öllu</i><br><h