Bugatti var upprunalega franskur eðalbílaframleiðandi á millistríðsárunum. Fyrirtækið var stofnað og rekið af ítalanum(?) Ettore Bugatti sem einnig var helsti verkfræðingur þess.
Bugatti bílar voru þekktir fyrir árangur í kappakstri, en einnig íhaldssemi, þrjósku og sérvisku Ettore. Bílarnir voru verkfræðileg listaverk og sumir þeirra með þeim fallegustu og eftirsóttustu fyrr og síðar. Sumir Bugatti frá í kringum 1930 höfðu búnað á borð við fjölventlavélar, tvo yfirliggjandi kambása og skaftdrifna forþjöppu. Jafnvel í dag mega þeir teljast nokkuð sprækir.
Eftir að fara á hausinn öðru hvoru megin við síðara stríð var Bugatti merkið ekki notað fyrr en eitthvað í kringum 1990 þegar nýtt fyrirtæki var stofnað sem smíðaði Bugatti EB110 ofurbílinn. Stofnandi þess var Romano Artioli, sem á tímabili átti einnig Lotus m.a.
Sömu örlög biðu því fyrirtæki og núna nýlega hefur VAG hafist handa við að reyna að endurreisa Bugatti nafnið.
Þetta er svona eftir minni, en það eru til einhverjar mjög vandaðar Bugatti síður sem geta veitt betri upplýsingar en þessar.
Kíktu t.d. á:
<a href="
http://www.bugatti.co.uk/">
http://www.bugatti.co.uk/</a>
<a href="
http://www.club-bugatti-france.net/welcome/welcome.html">
http://www.club-bugatti-france.net/welcome/welcome.html</a>
Mig minnir líka að á þessari síðu (<a href="
http://www.ddavid.com/formula1/index1.htm">
http://www.ddavid.com/formula1/index1.htm</a>) sé eitthvað áhugavert um Bugatti, ef þú nennir að leita. Hún var of hæg til að ég gæti fundið eitthvað núna.<br><br>-
“I am my words.” - Bob Dylan
“Don't make me roll initiative.” - Francis Ray Ottoman, <a href="
http://www.pvponline.com/index.php3“>PvP</a>
<font color=”white">FNORD</font