Ég sé ekki að þetta þurfi að vera neikvætt. Það hafa verið haldin námskeið fyrir jeppamenn um sambærilega hluti, en eflaust hafa karlmenn verið þar í meirihluta.
Það má vera að áhuginn sé minni hjá kvenþjóðinni eða að þær veigri sér við að fara innan um alla þessa karla sem allt þykjast vita.
Þetta er allavegana tilraun, og vonandi verður fjölmennt á þetta námskeið.
En hvað viðgerðir og tæknilega hluti varðar þá er alltaf gott að fá umfjöllun frá sérfræðingum. Þegar ég fór í meiraprófið hér í fyrndinni þá þóttist ég nú ansi mikið vita (enda búinn að gera ýmislegt við bíla/jeppa). Það komu samt fyrir hlutir sem maður vissi ekki, og hafði kannski ekkert pælt í.
Það er svo eitt að geta gert hlutinn á ásættanlegann hátt eða gera hann þannig að þú fáir sem mest útúr honum (endingu, afl eða þvíumlíkt).
JHG