Jamm, hef lesið hana, snilldar bílar. Ég er bara hræddur um að maður geti lennt í djúpum reikningum ef maður vandar sig ekki við að velja réttan bíl þegar þeir eru svona gamlir.
Mér líst vel á þetta félag þitt um Superlight 1600, stofna svo Lotus 7 “afkomenda” klúbb á klakanum. Mig langar í notaðan Westfield 1800 Sport, þeir eru ódýrir og nógu kraftmiklir. Þ.e.a.s. ef þeir fást í LHD. Helduru að hann (eða bara einhver Lotus 7 útgáfa) sé nokkuð of hardcore til að nota daglega heima á Íslandi? Veit að hann væri ekkert allt of góður í snjónum en hann er léttur að ýta :)