En allaveg, það sem ég vildi segja er að mér finnst algjört skylirði að ef bíll er með ABS!! Helstu gallar ABS koma fram þegar maður er að keyra á lausamöl, slabbi og stundum snjó, fer samt eftir því hvernig snjórinn er.
Ég er reyndar farinn að hallast að því að ABSið sem er í toyotu sé eitthvað lélegt, ath ég tek það fram að ég hef aðeins keyrt toyoturnar avensis og yaris þar sem ég hef látið reyna á það. ( nu er ég viss um að allir toyotu elskendur eigi eftir að reyna rakka mig algjörlega niður:) …en ég hef keyrt marga aðra bíla en toyotur sem eru með abs og hef tekið eftir því að það er einstaklega slæmt í þessum toyotum sem ég hef prufað! og ef þið reynið að segja mér að það sé ekki satt þá hafið þið einfaldlega ekki prufað ABS í öðrum bílum…)
Ég var að reyna komast á avensis upp snarbrattann fjallaveg sem engin leið var að komast á honum nema að bakka upp. Þetta er á vestfjörðum, utan í snarbröttum fjallshlíðum. Ég komst alla leið upp og allt í lagi með það. Svo var ég á leið niður og fór auðvitað mjög hægt því vegurinn er mjög hlykkjóttur og ef maður fer útaf í einni beygjunni fer maður fram af, og það er bratt!! Ég fór bara hægt niður en alltíeinu kickaði absið inn og bíllinn snarjók ferðina og ég gat ekki beygt almennilega þannig ég stefndi beint útaf. Þarna var engin mjög mikil hálka enda ef einhver hálka hefði verið þarna hefði ég aldrei komist upp. Ég rétt náði að rífa í handbremsuna og þá snarhægðist á bílnum en hann skautaði auðvitað til að aftan, en ég náði beygjunni en afturdekkið sleikti kanntinn!
Þarna hefði nú verið gott að geta slökkt á ABSinu… bara þegar dekkin náðu að læsa þá snarstoppaði bíllinn.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96