Ég verð að játa á mig smá fávisku.
Ég hafði alltaf haldið að í innsýtingum þyrfti að vera loftflæðimælir til að geta ákveðið benzínmagnið á móti og svo það fínstillt eftir súrefnisskýnjaranum.
En sá í gær samanburð á vélum og þar var önnur vélin með MAP sensor og hin með Airflow sensor.
Þetta hefur farið alveg framhjá mér hingað til, ég er úr vélskólanum og þurftum við að pæla í Bosch innspýtingum ('95-'96) mekanískum og eletrónískum, og hef reynt að fylgjast með síðan. Það er mikil þróun á þessum tíma. Getur einhver frætt mig um þetta mál. Og eins hvernig innspýtingar í dag eru í stakk búnar fyrir túrbínur. Ég hef alltaf haldið því fram að hægt sé að setja túrbínu á benzínvél ef flæðimælirinn er settur á soghlið túrbínu og ætti því að mæla rétt loftmagn.
Eða tjái sig bar um innspýtingar og túrbínur.