Það er reyndar allur gangur á þessu með fjöðrunina. Það fer mikið eftir tegund bíl. Ef við tökum Firebird sem dæmi þá er base útgáfan með frekar mjúka fjöðrun meðan að Transaminn er með mjög stífa (sérstaklega ef hann er tekinn með WS6 pakkanum).
Kaninn hefur bara ekki gert mikið að því að markaðssetja þessa bíla í Evrópu. Eins og ég sagði áður þá skýrist það að miklu af skiptingu fyrirtækjanna og markaðssvæði sem þau einblína á (eru með sín fyrirtæki á hverjum stað).
Uppúr 1918 þegar Alfred Sloan tók við forstjórastarfi hjá GM þá skipti hann fyrirtækinu uppí þá grunnhluta sem ennþá er í gildi í dag (þó mörkin séu ekki lengur eins skýr). Þar var fyrirtækinu skipt upp eftir markaðshópum. Chevy átti að höfða til almenning, Buick til efnameiri og Cadillac til þeirra ríkustu. Ég man ekki hvernig aðrir röðuðust. Þetta er klassískt dæmi um uppsetningu sem virkaði (tekið sem dæmi í kennslubókum um stjórnun). Aðalmálið var að GM væri ekki í of mikilli samkeppni við sjálft sig.
Ef við tökum Ísland sem dæmi þá er IH með umboð fyrir GM (og Benni reyndar með smá hluta). Hversu margar GM bíla hefur þú séð hjá þeim, ef undanskilið er Opel og Izusu? Þeir eru ekki margir. Það er hægt að panta ákveðna bíla hjá þeim en annað ekki. Ég þekki einn sem spurðist fyrir um Pontiac hjá þeim og fékk það svar að þeir væru ekki með umboð fyrir Pontiac. Það þótti mér nokkuð skrýtið þar sem að Pontiac er eitt af gömlu stóru merkjunum hjá GM.
Þegar einn af stjórum GM fyrir Evrópudeildina kom til landsins þá talaði hann bara um Opel (allavegana í fjölmiðlum). Við tilheyrum markaðssvæðinu Evrópa og því er ekki ólíklegt að Opel sé það merki sem GM hefur mestan áhuga á að selja hér.
Ég held að IH myndi fá töluvert mikla auglýsingu ef þeir myndu taka eins og eina Corvettu til að hafa til sýnist (og sölu), en ég held að ég geti fullyrt að þeir hafi ekki tekið neinn svoleiðis vagn inn. Það er líka spurning um hve mikilli sölu sú auglýsing myndi skila þar sem að Corvette er Chevrolet en ekki Opel og chevrolet er ekki markaðssettur hér í neinum mæli.
Í Ástralíu er fyrirtæki að nafni Holden sem er í eigu GM. Það fyrirtæki sér um það markaðssvæði. Nú hefur Holden gert marga frábæra bíla en það er nú fyrst sem þeir verða fluttir að einhverju viti til Ameríku, og þá undir nafni Pontiac GTO. Margir bílar frá þeim ættu fullt erindi inná önnur markaðssvæði (stíf fjöðrun+LS1/LS6+6 gírar+fjórar hurðir=pottþéttur fjölskyldubíll). Af hverju hafa þeir ekki verið seldir áður í Ameríku og Evrópu? Ástæðan fellst að miklu leiti í því að það er ekki þeirra markaðssvæði.
Að sjálfsögðu fara þeir framleiðendur eftir kröfum þess markaðar sem þeir selja á. T.d. höfum við oft séð Artic útgáfur af hinum ýmsu bílum sem seldir eru á kalda staði, bílar sem eiga að fara á Kaliforníumarkað eru oft með niðurtjúnaðar vélar sem menga minna en aðrar (og margir bílar komast ekki á þann markað) og svo mætti lengi telja.
Ef við tökum japani sem dæmi (af því að það kom upp) þá eru þeir flestir með verksmiðjur í Bandaríkjunum til að framleiða fyrir þann markað. Þar eru þeir einnig með hönnunarfyrirtæki eða hanna bíla í samstarfi við sjálfstæð hönnunarfyrirtæki. Mig minnir að nýja Celican (sem er ekki í uppáhaldi hjá mér) hafi verið hönnuð í Kaliforníu. Japaninn er því líka í að hanna fyrir markaðssvæði.
BMW M3 var lengi vel með töluvert aflminni vél í Bandaríkjunum en í Evrópu (getur vel verið að hann sé það enn). Evrópuútgáfan stóðst ekki mengunarstaðla sem eru við líði í vesturheimi. Ég þori ekki að fullyrða það en mig minnir að ég hafi heyrt að nýji Bens jeppinn hafi verið hannaður vestanhafs.
Ef við tökum England sem dæmi þá er hefðin þar litlir sportbílar. Ekki kæmi það mér á óvart að það tengist gömlu þröngu sveitavegunum sem alltaf er jafn spennandi að keyra (veist aldrei hvað er bak við næstu beygju ;). Þar henta amerískir bílar ekki eins vel þar sem að þeir eru oft frekar breiðir. Það þarf því ekki að koma á óvart að bretinn sé mjög góður í þessum hluta markaðarins.
Mér sínist því að flestir séu í því að hanna fyrir hvert markaðssvæði fyrir sig, og passa að traðka ekki á öðrum deildum inna samsteypanna. Það er líka alveg í anda fræðanna eftir að menn féllu frá þeirri hugmyndafræði að það væri til ein heildarlausn sem hentaði öllum (t.d. Maó fötin í Kína og liturinn á Ford T).
Ég held því að hlutun markaðssvæða skýri frekar muninn en að amerískir bílar hafi ekki fallið í kramið.
JHG
P.s. ég nota GM sem dæmi því ég þekki það best, sama á við um FORD en þeir nota sama nafn yfir sjálfstæðar einingar í Evrópu og Ameríku.