ég held það sé ekki hægt og ef það er ekki hægt á þínum spilara þá ekki prufa það þú átt í hættu að skemma spilarann.
einu spilararnir sem ég veit að geta verið “brúaðir” eru nýju Pioneer spilararnir. þeir geta “brúað” afturrásina. en það er eitthvað stillingaratriði inní spilara sem slekkur á annari rásinni og hleypir meira power í hina. minnir að sé 80W max í staðin fyrir 50 sem maður græðir á þessu.
minnir þetta heitir direct drive eða eitthvað svoleiðis
Jújú auðvitað er hægt að brúa, tekur td. plús úr framhátalaratenginu og mínus úr afturhátalaratenginu sömu hliðar og svo eins hinumegin og teipar afganginn af vírunum. Kv. Ásgei
ef að magnarar eða spilarar eru ekki gefnir upp fyrir að vera brúanlegir þá á ekki að vera að skítamixa það! það skemmir eitthvað á endanum og þú græðir ekkert meira afl á því ef að tækið er ekki gert fyrir það! og jú pioneer spilararnir eru með þetta ég á t.d pioneer deh-p9100 spilara sem er 4x45w eða 2x45+1x72w og bróðir minn á eins spilara og hann notar hann einmitt þannig og keyrir orginal hátalarakerfið framí bílnum hjá sér með 2x45w og afturí er hann með 100w túbu keyrða á 72w og það hljómar svakalega vel og það er enginn auka magnari og ekkert snúruvesen:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..