Ég og mín einstaka eftirtektarsemi höfum tekið eftir því að í öðrum áhugamálum er skipaður umsjónarmaður sem ber ábyrgð á því að lesa yfir greinar og brydda uppá nýjungum í áhugamálinu.

Þetta er mjög áberandi í t.d. Baldur's Gate áhugamálinu þar sem það sker sig jafnvel úr öðrum áhugamálum hvað varðar fjölbreytni og dýpt.

Verst að ég hef ekki áhuga á Baldur's Gate.. :(

Bílaáhugamálinu sárvantar umsjónarmann og þar kemur væntanlega sterkastur til greina sá sem er efstur á lista hvað varðar stig, Mal3 á þeirri stundu sem þetta er pikkað inn. Það myndi leysa þetta hvimleiða vandamál með að senda inn myndir. Þá væri hægt að velja frambærilegustu myndina á forsíðu hverju sinni og vinna skjótar úr innsendum greinum. Svo ekki sé talað um tenglasafn og að bæta við nýjum sérhæfðari korkum!

Það tók langan tíma að fá bílaáhugamálið í gegn og það var augljóst að það var ekki efst á lista hjá vefstjóra huga.is. Áhugamál eins og Little Nicky, veiði og égveitekkihvað fengu langt um skjótari afgreiðslu en “bílar” sem nuðað var lengi í vefstjóra með póstsendingum. Ég hef lúmskan grun um að vefstjóri keyri nefnilega um á 3ja strokka Charade í a.m.k fjórum litum og sé því dálítið spéhræddur gagnvart okkur bílaáhugamönnum.
Eða eins og Tyler Durden orðaði það;

:: You have to accept the possibility that god doesn't even like you, he probably even hates you ::