Þar sem allt það sem ég hef sent hér inn undanfarið hefur fengið neitun og oft án gefinnar ástæðu þá hef ég algjörlega gefist upp á því að eyða tíma í að skrifa greinar eða photoshopa myndir til að þær passi í rammann.
Og eins og þið sjáið þá varð ég ofurhugi á þessu áhugamáli einhvertíma í fyrra og lítið breyst í því síðan þá.
Auðvitað finnst mér þetta mjög leiðinlegt og held ég að við verðum bara að líta á þá staðreynda að þetta áhugamál hefur farið mjög dvínandi.
En ég einfaldlega nenni ekki að eyða tíma í að skrifa einhverjar greinar sem fá svo neitun hérna. …er þá nokkuð furðulegt að menn snúi sér þá að öðrum spjallborðum? Ég bara spyr.
Einnig er það þannig að þær greinar sem skrifaðar eru, eru skotnar í gaf með einhverju rugli sem alls ekki á heima hér.
Án þess að hafa viljað vera skjóta hérna á nokkurn mann persónulega þá þætti mér vænt um það að menn hugsi aðeins um þetta.
[Málsgreinina hér að neðan var ég ekki viss um hvort ég ætti að senda inn, en afþví ég vil að menn átti sig hér á því hver allaveg mín afstaða hérna er. En í raun yrði ég ekkert hissa á því þótt þessum póst yðri eytt út sérstaklega út af þessu sem ég fyrir neðan stendur.]
Einnig fannst mér mjög leiðinlegt að lesa þessa grein: “Af gefnu tilefni” Bæði það að maðurinn sem hefur fengið greinilega ágætis nám erlendis, er að skrifa ágætis greinar enn greinilega einhverjir “klárir” að setja út á allt og segja sé bull eða copy-erað annarsstaðar frá.
Einnig þótt mér mjög leiðinlegt að sjá þann hroka sem í greininni var afþví hann hefði verið í þessum dýra skóla úti þá vissi hann miklu meira enn við allir hinir og þið sem eru að læra þetta hérna heima eruð bara í frat-námi, þetta er það sem ég las út úr greininni og varð mjög pirraður að sjá. Mig langar ekki að móðga Gulag eða pirra á nokkurn hátt, mig langar bara að segja hvernig þetta kom mér fyrir sjónir.
Ég er bara einn af notendum bílaáhugamálsins alveg nákvælega eins og þú, er fyrrverandi mjög virkum notendum hérna og því miður hef minkað mínar heimsóknir hérna aðalega af ofantöldum ástæðum.
kveðja
Svessi - Ofurhugi á Bílaáhugamálinu á hugi.is
…með von um batnandi bílaáhugamál á hugi.is á nýju ári.