það sem skeður er að legan er orðin slitinn og komið slag í hana.
Það heyrist einhverskonar niður þegar þú keyrir, svo geturu tekið á dekkinu þar sem legan er ónýt og finnur smá skjökt.
Hefði haldið að óæskilegt væri að keyra með lélega eða ónýta hjólalegu til lengdar, eins og svo margt annað er best að skipta um þetta strax og vandamálið uppgötvast. Svo gæti jafnvel farið að þú sjáir dekkið rúlla frammúr þér, en það er í versta falli og er tjónið þá orðið umtalsvert meira en bara legan.
Það er ekkert ægilegt mál að skipta um þetta sjálfur og langódýrast. Held að sértu laginn með skiptilykil og þessi helstu verkfæri ætti það að ganga.