Það eru mjög fáar minni vélar með lausar slífar, svoleiðis er aðallega notað í stórar dieselvélar í vörubílum, vinnuvélum og skipum svo eitthvað sé nefnt. Það er hægt að bora út cylindra í vélum upp að vissu marki, ef það dugir ekki er eiginlega eina ráðið að finna bara aðra eins vél og gera hana upp. Það er fyrirtæki í USA sem framleiðir slífar í ýmsar vélar en þá þarf að bora mjög mikið úr blokkinni til að koma þeim fyrir, og það er ekkert fyrirtæki hér sem hefur mikla reynslu í þessari aðgerð. Einn kunningi minn reyndi þetta í mótorhjóli og fékk til þess mjög gott vélafyrirtæki í RVK, en það varð aldrei til friðs vegna þess að ísetningin var ekki alveg í lagi. En ef þú vilt skoða hvort þetta er til fyrir þína vél þá heitir þetta fyrirtæki L.A. Sleeve, www.lasleeve.com
Gangi þér vel.