Sælir allir,

Ég var að tjá mig eitthvað inná einhverri greininni um amríska bíla og ágæti þeirra. Ég veit að skoðannir eru mjög misjafnar og hverjum þykir sinn fugl bestur. (eða hvernig sem máltækið er)
Ég var eitthvað að tjá mig við JHG um hvernig amrískir virkuðu en vildi frekar koma því inná kork svo ekki væri verið að lengja greinarnar svona mikið með deilum/rökræðum.

Til að starta umræðunni vilti ég endilega fá einhvern sem hefur þekkingu á eðlisfræði til að fræða okkur um bremsun vs. þyngd. Ég er nú búinn að læra eitthvað í þessum fögum en ekki nægjanlega til að fara að staðfesta eitthvað hér. Hinsvegar segir það sig að sjálfsögðu sjálft að því meiri þyngd því meiri krafta þarf í allt. Begjur, upptak, hröðun, bremsun. Síðan til að vinna upp á móti þyngd er hægt að auka aðra þætti s.s. veggrip/dekkjarbreidd eins og JHG bennti á. Einnig að auka vélarafl eða stífa fjöðrun svo eitthvað sé nefnt.

Endilega komið með smá brot af ykkar áliti og hressið upp umræðurnar hérna


Ívar, sem styð vel heitar japanskar vélar…. turbo, helst Twin-turbo :D