Í <i>Evo</i> #29 er Evo Performance Rating (EPR) sett fram og nokkrir bílar prófaðir skv. því. Eitt prófið er athugun á gripi á “skidpad” með því að aka hring sem er með 150 feta radíus. Hér kemur niðurstöðulistinn:
Bíll……………………………..G
Caterham R500…………………..0.84
Porsche 911 Turbo……………….0.80
Lotus Elise…………………….0.79
RenaultSport Clio V6…………….0.79
Mitsubishi Evo VI……………….0.76
Maserati 3200GT…………………0.75
Renault Clio 172………………..0.74
Ford Puma………………………0.73
Toyota Celica 190……………….0.73
Subaru Impreza WRX………………0.72
HSV Holden GTS-R………………..0.72
Peugeot 306 GTI-6……………….0.71
VW Lupo GTI…………………….0.70
BMW X5…………………………0.68
“Most cars settle into understeer; some teeter on the edge of oversteer. The very best seem to lap the pad effortlessly, wringing every last drop of grip from the tyres without any unseemly scrabbling.”
“Its mid-engined layout could make it harder to balance…”
“Broad and squat, with fat tyres and a short wheelbase, it should suit the lateral g test.”
“Tiptoe balance, all-wheel drive and active yaw control enable it to put in an effortless performance.”
“With such a high centre of gravity and lots of weight, it feels clumsy.”
Þetta ætti að gefa smá innsýn inn í það hve margir þættir spila inn í svona einfalt próf.
Í <i>Evo</i> #49 var alvöru Davíð/Golíat próf: Caterham R400 á móti SL55 AMG. Þeir fóru báðir í gegn um EPR þ.m.t. skifpad prófið. Caterham fékk 0.82 og SL55 0.79. Þarna mætis fjaðurvigtarbíll á litlum dekkjum og hátæknirisi með gífurlegu afli, þungur og með risadekkjum. En báir bílarnir eru afturdrifnir með vélina fram í. Ég hlýt að spyrja hvort þyngd skipti ekki máli?
Mér finnst samt mun áhugaverðari greinin í <i>Road & Track</i> frá júní 2002. Hún ber nafnið <i>High-Speed Handling Test</i> og teknir eru fyrir Ferrari 360, Corvette Z06, 911 Turbo, Elise, Evo VII, M3, Boxster S og Mazda MP3 (sérútgáfa af 323).
<i>R&T</i> nota 200 feta skidpad ólíkt <i>Evo</i> sem þýðir að tölur frá þessum blöðum er ekki hægt að bera saman. Hér eru niðurstöður <i>R&T</i>:
Z06…………………….0.98
Elise…………………..0.97
911 Turbo……………….0.96
360…………………….0.95
Evo VII…………………0.92
Boxster S……………….0.92
Mazda MP3……………….0.90
M3……………………..0.89
En þetta er ekki það sem var áhugavert við greinina. Heldur það að þeir sýndu tölfræðilegar upplýsingar úr tveimur beygjum, annars vegar “hairpin” og hins vegar s-beygju. Töflurnar í blaðinu eru allt of stórar til að ég geti verið að slá þær hér inn, en ég ætla að reyna að sýna nokkrar tölur.
Eftirfarandi upplýsingar voru í hairpin töflunni fyrir hvern bíl: speed at braking point, corner entry speed, apex speed, apex lateral accelaration, corner exit speed, speed at end of straight (til að athuga hvaða hraða bíllinn náði áður en hann þurfti að bremsa við næstu beygju) og segment time.
911 Turbo hafði mestan hraða áður en hemlað er fyrir beygjuna. Þar er á ferðinni aflmikill bíll með gríðarlegar bremsur. Lotus Elise tekur svo við og beygjir inn á lang-mestum hraða, hann er enn með mestan hraða við skurðarpunkt beygjunnar og nær mun meiri hliðarhröðun en nokkur annar bíll þarna eða 1.34g á móti 1.22 hjá Z06, sem kom næstur. Áhugavert er að BMW M3 er þar með hærri tölur (betra) en Evo, þrátt fyrir að Evo hafi staðið sig mun betur á skidpad. Z06 fer svo hraðast út úr beygjunni og nær mestum hraða fyrir næstu. En það er samt Ferrari 360 sem er sneggstur með þann spöl sem þessar mælingar fara fram á (aðrar en lokahraði) sem sýnir að það þarf gott sambland þátta til að komast hratt.
Í s-beygjunni vinnur Elise í segment time, sem er varla skrítið þar sem ekki er lengur verið að ahuga beinlínu hraða og þarna þarf bíll að breyta um stefnur snöggt. Corvette kemur að bremsupunkti á mestum hraða, en í þetta skipti er 911 Turbo með mesta hraða þegar beygt er. F360 hefur mestan hraða við skurðarpunkt fyrri beygju en þegar kemur að seinni beygju er Elise búinn að ná að halda vel í þann litla hraða sem hann náði og er því á mestum hraða. Enn einu sinni nær Elise mestu hliðarhröðun og Z06 er á mestum hraða þegar úr beygjunni er komið.
Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta í gegn, því nógu déskoti lengi var ég að slá þetta inn!<br><br>-
“I am my words.” - Bob Dylan
I don't need to fight
To prove I'm right
I don't need to be forgiven
- The Who, Baba O'Riley