Pontiac Grand Ville
Út á plani hjá mér bíður eitt stykki Pontiac Grand Ville 1971 árgerð eftir að vera tekinn upp. Leitast verður við að hafa allt í hann orginal og er samskonar vél (455 sleggja) og í honum var fundin. Ég hef verið að leita að þessum bíl á netinu en það hefur reynst mér um megn að finna eitthvað af honum. Nóg er af Grand Ville '74 blæjubílum en ekki mikið af öðru. Öll hjálp við að finna upplýsingar og myndir á netinu væri vel þegin.