Bara í byrjun, þetta er meira en að segja það.
Þeir hlutir sem þú skiptir pottþétt um þegar þú ert að gera upp vél eru höfuðlegur, stangalegur, stimpilhringi, allar pakkdósir og pakkningar, og eitthvað fleira sem ræðst að ástandi viðkomandi hluta.
Svo er margt annað í þessu, það gæti þurft að hóna eða jafnvel bora út cylinderana, ef borað er þarftu yfirstærð af stimplum. Láta yfirfara sveifarásinn og renna ef þarf. Yfirfara og plana hedd.
Svo þarf ákveðin verkfæri í þetta og að kunna nota þau, einsog til dæmis átalsmæli og hringjapressu og fl.
Það má til dæmis bara herða vissa bolta viss mikið og stundum, eins og heddboltana, þarf að herða þá í ákveðinni röð, svo að það heddið leggist rétt að blokkinni.
Þetta er langt langt í frá tæmandi listi og ég hvet þig að lesa þér eins mikið til og þú getur ef þú hefur virkilegan áhuga á þessu. Og líka bara að spyrja um einstök atriði. <br><br>Glory Glory…