Fyrir mig er afturdrif kóngurinn. Það að bíll sé vel settur upp og útfærður skiptir samt mun miklu meira máli en hvar drifið er. Mig minnir t.d. að þegar Detroit innleyddi framdrif í stærstu flekana (t.d Old Toronado) hafi þeir þótt hafa betri aksturseiginleika, enda undirstýrðu þeir víst rækilega hvort eð er þar sem þeir voru svo framþungir fyrir.
Að öllu jöfnu vil ég afturdrif og síðan er mér bara sama hvort það er framdrif eða aldrif. Það er mikið af áhugaverðum framdrifsbílum og ég hef mun meiri áhuga t.d. á Renault Sport Clio Cup en Subaru Impreza WRX. Ég er hrifinn af “líflegum” bílum.
Hvar vélin er staðsett skiptir mig engu höfuðmáli. Nema kannski ef hún er staðsett fyrir framan framhjól, þá minnkar áhugi minn mikið. Það að hafa mid-front engine er mjög götuvænt og áhugavert fyrirkomulag. Mig langar meira til að það sé gaman að bílnum og hægt að leika sér á honum en að hann nái einhverjum sekúndum hraðari hring á braut.
Það að hafa mid-engine, eða rear-engine, eins og t.d. Porsche 911, er mjög spennandi upp á stýristilfinningu víst. Bíllinn verður léttur að framan og ef vel tekst til getur hann komist af án vökvastýris, sem er mjög gott. Næmt stýri ætti að vera útkoman.
Þú nefnir Porsche 911 sem dæmi. Mig langar mest í 911 frá því áður en þeir voru til með aldrifi. Ef við kíkjum á nýrri bíla vil ég alls ekki 964 með aldrifi, 993 er mér nokkuð sama með og ef ég ætti að velja mér 996 bíl myndi ég mjög líklega taka Carrera 4S. GT3 er ábyggilega skemmtilegastur en ég held að hann henti ekki vel hér heima, eða sem eini bíll…
Hve mikið maður getur “leikið” sér á aldrifsbíl hefur væntanlega bara að gera með hvernig drifið er uppsett. Það eru til margar aldrifsútfærslur. Áhugaverðastar finnst mér t.d. sú í Carrera 4 993/996 þar sem einungis 5% togs fer í framhjólin nema afturhjólin fari að missa grip. Þá geta framhjólin fengið allt að 40% afls að mig minnir, svo að bíllinn fær afl í takt við þyngdardreifingu.<br><br>-
“vá þú ert einn einhverfasti gaur sem ég veeit um ertu með svona litið typpi eða eða ert bara svo ljotur vá finndu þér konu og nytt líf sver það…..”- GRAdURGAUR
“Enga meiri fokkings ameríska lágkúru!!!” - eaue