Sælir/ar, ég á Nissan Almera '97 4-dyra,sjálfskiptur. Hann er búinn að reynast mér vel en undanfarið er hann byrjaður að bila eitthvað :( Málið er að undanfarnar vikur er gangurinn í honum búinn að vera leiðinlegur, drepur á sér í hægagangi og þegar meður þarf að hemla hratt. Ég ákvað að herða á bensínbarkanum og það virkaði fínt, nema hvað að núna þegar ég set bílinn í bakkgír, þá gefur hann allt í botn (uppí 5 þús snúninga). Þetta gerist bara í bakkgír en ekki í Drive eða neutral.
Einhverjar uppástungur væru vel þegnar áður en ég bakka á eitthvað eða eitthvern! :)<br><br>Wise man once said: “ Where ever you go…. well, there you are”