Polyphony sagði á blaðamannafundi að GT4 kæmi út 2004, fóru ekkert nánar út í það. Tshukuba circuit á víst að vera í leiknum, en eins og margir vita þá eru margir sportbílar test drive-aðir þar og þykir brautartími þar segja mikið um bílinn. Einnig verður hægt að tengjast netinu og vera allt að sex saman í einu á brautinni. Gefið var út demo í tengslum við þennan blaðamannafund og í því voru 25 bílar og þrjár brautir. Einnig verður tcs raunverulegra, þ.a.s. ef þú keyrir út á grasið mun tölvan reikna togið á hjólin og dreifa því á grip mestu hjólin. Svo hafa þeir bætt heildar AI í leiknum og t.d. munu keppinautararnir ekki klessa á þig þó þú neglir á bremsurnar rétt fyrir beyju eða ef þú stoppar út á miðri braut. Svo verða hinir svo “gáfaðir” að þeir munu ekki dragast jafn langt afturúr og í GT3. Hver kannast ekki við það að vera búinn að hringa hina bílana mörgum sinnum í keppni. En forstjóri Polyphony sagði að ekki væri víst hvort þeir létu sjást í ökumenn, það væri í skoðun. Í leiknum verða margir nýjir og margir gamlir bílar, t.d. Nova, Caterham, Mustang, Götuútgáfa af Nissan Z, og margir Concept bílar svo einhverjir séu nefndir.
Haukur
“Og hana nú” sagði graða hænan.