Góðan dag Hugarar !!

Ég hef verið að velta fyrir mér þessu með völ á “hinum fullkomna bíl.”
Það að velja sér einhvern einn draumabíl er mjög erfitt. Maður hugsar; hverju er ég að sækjast eftir? Á yfirborðinu kannski eru bílarnir sambærilegir og líkir, þegar þú skoðar perfomance tölur eru þær líklega svipaðar, en bílarnir hafa MJÖG ólíkan karakter. Það er það sem mér finnst skipta meira máli.
Draumurinn minn eru 3 bílar. Þessir bílar eru allir (hef ekki orð yfir það) ;) Þetta eru allt stórkostleg tæknileg afrek mannsins (Enda þýskir) en bílarnir eru mjög ólíkir, og akstureiginleikar allir gríðarlega skemmtilegir, en þó hver með sinn karakter. En þeir eru auðvitað allir afturhjólardrifnir ;)
Þessir bílar eru:

BMW M3 CSL
Porsche 911 GT2
Porsche 911 GT3

Ég veit, veit, DREAM ON !!!!!!! ;)

Með fyrirvara um stafsetningarvillur.