Þetta er ákaflega mikill peningur fyrir þrjá bíla sem gera sama hlutinn nánast með blæbrigðamun. M.v. það sem ég hef lesið er M3 CSL ekki peninganna virði fram yfir M3. Mér líst vel á M3, en ég er alltaf að heyra sögur af mönnum sem selja þá vegna þess að þeim finnst þeir of karakterlitlir. Í stuttu máli, ef ég ætti E46 M3 pening myndi ég ekki kaupa mér M3… Ætli M5 E34 myndi ekki heilla meira og einhverjir draumabílar (í fleirtölu já) fyrir afganginn…
Afhverju GT2 og GT3 í sama skúr? Ég myndi vera til í að eiga GT3 sem aukabíl, en GT2 er ég ekki spenntur fyrir.
Ég er í dálitlu veseni með minn draumalista, svo mikið af ítölsku, bresku og frönsku dóti sem mig langar í, en undanfarið hefur hann samt verið svona:
Lamborghini Espada S2
Lotus Elan Sprint DHC
Porsche 911 Carrera 3.2 ‘89
Ekkert mjög praktískt úrval, en Porkerinn ætti að duga í alla snúninga. Svona safn gæti maður kannski eignast fyrir 10 millur, eða minna en einn bíl úr safninu sem fyrst var sett fram.
Fyrir afganginn væri hægt að fá sér svo eitthvað eins og Lamborghini Gallardo og nokkra eldri í viðbót, t.d. einn fjögura dyra og hálfpraktískan…
Í augnablikinu er ég samt mjög forfallinn fyrir bresku buffi, mig dauðlangar í TVR Griffith og Bentley Speed Six Vanden Plas Tourer, ca. 1930 módel. TVR er bara svo dýr í innkaupum til Íslands að það er erfitt að réttlæta hann þegar maður getur fengið svo margt flott fyrir sama pening…
Ef við gleymum allri hagsýni eitt augnablik og búum til cost no object stundarbrjálæðislista langar mig í:
Bristol Fighter
Maserati Quattroporte
Pagani Zonda C12S
Sweet, huh? :)<br><br>-
“…I’m a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
Það er reyndar alveg rétt að þú ert að fá “lítið” fyrir peningana, en ég myndi samt ekki vilja eiga bæði GT2 og GT3, samt erfitt að gera upp á milli. Samt myndi ég sennilega taka GT3, svona meira “natural” bíll og aflið nægir alveg ;)
En M3 CSL er hannaður með léttvigt í huga. Allir hlutir eru hafðir sem léttastir og mikið er notað af dýrum og léttum efnum í hann, þeim sömu og eru notuð í F1. Þetta eru til dæmis Fiberglass, carbon, ál og eitthvað af léttmálmum. En það er ekki allt. M deild BMW hugsaði fyrir fleiru. t.d. er glerið í afturrúðunni haft þynnra til að hafa bílinn léttari, og þakið er allt úr CFP (carbon-fibre-reinforced plastic.) Með þessu ná þeir einnig lægri þyngdarpunkt.
En það er svo margt sem var úthugsað í hönnun þessa bíls. Eitt sem er áberandi á M3 CSL sem er ekki á venjulega M3 er loftinntakið vinstra megin framan á bílnum sem sér vélinni fyrir hámarks loftflæði, kalt loft er tekið að utan, og hærri loftþrýsting inná vélina með auknum hraða.
Það kemur mér á óvart að menn selji gripinn því að hann sé “karakterlaus.” Ég neita að trúa því, en sjálfur hef ég náttúrulega aldrei keyrt hann ;)
En það var í einhverju bílablaði sem bornir voru saman M3 CSL og 911 GT3. Ég las ekki greinina en ég býst við að þessir tveir séu sambærilegir fyrst að þeir voru teknir fyrir.
Einhverjir með eitthvað sniðugt ? ;)
Með fyrirvara um stafsetningarvillur.
0
Ég á a.m.k. grein í Evo þar sem Impreza Spec-C, GT3 og CSL voru bornir saman. Síðar í greininni báru þeir saman CSL og venjulegan M3 og sá venjulegi vann.
M3 CSL er fínt concept, og ábyggilega brilliant bíll að mörgu leyti, en hann er samt á verði sem setur hann í nokkuð harða samkeppni og mun miklu dýrari en “venjulegur” M3. Mér er samt nærtækt að spyrja, afhverju kemur hann með carbon þaki og sérstökum brautardekkjum ef bremsurnar á honum endast varla nokkra hringi á braut?<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Ha? Var talað um að CSL hefði slæmar bremsur ? Æjjjæj.
Framleiðendur svo sportbíla eiga að taka Porsche til fyrirmyndar: Nota Ceremic bremsudiska!! (reyndar dýrt) en endis og endist + þeir eru að rembast við að halda CSL sem léttustum, með ceramic bremsum gætu þeir sparað 11-20 kg.!!!!!! og leyft sér að hafa diskana stærri !
Sorglegt *sniff sniff*
0
Porsche hefur auðvitað einkaleyfi í þessu svo BMW getur varla notað sömu tækni nema með samþykki Porsche. Það eru single piston calipers að framan á M3 CSL sem er frekar hjákátlegt. Venjulegi M3 hefur verið þekktur fyrir bremsur sem ráða ekki við brautarakstur og því miður duga þær heldur ekki á M3 CSL.
Þessar upplýsingar hef ég úr nýjasta hefti Evo þar sem farið var með CSL á braut ásamt öðrum bílum.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Ertu viss um að þeir séu með einkaleyfi á ceramic bremsunum? Einhversstaðar sá ég benz, man ekki hvaða týpu, sem var með ceramic bremsum.
En er enginn kominn með kevlar bremsudiska eins og margir bílaframleiðendur nota í keppnum, og eins og er í F1? Porsche GT1 keppnisbíllinn var allavega fyrsti bíllinn í heiminum með kevlar bremsudiska og ABS.
Það er kannski spurning hvort það endist stutt.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96
0
Já það er samt spurning því alvöru race bremsur virka ekkert í borgarakstri… Þær virka ekki nema undir miklu álagi og þær hafi náð góðum hita. Ceramic bremsurnar hafa flestu kostina. Þær eru mun sterkari en stálbremur, mun léttari, tærast aldrei, mattast ekki, þola miklu meiri hita og virka jafn vel við allar aðstæður.
Mér finnst skrýtið þetta með CSL. þeir gætu nú samt alveg komið með betri bremsur þó að þær séu ekki ceramic. 4 piston eða eikkað…
0
já það er satt, keppnisbremsur virka sennilega ekkert nema allt sé orðið rauðglóandi:)
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96
0
Þeir hafa auðvitað einkaleyfi á Porsche Ceramic Brakes. Það er ekki þar fyrir sagt að þeir hafi einkaleyfi á að nota keramik í bremsur.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
WTF ??? OKI nú er ég sár út í BMW !!
Þeir eru með þetta high perfomance monster, en bremsurnar skipta að mínu mati MEIRA máli. CSL er með 19" felgur og high perfomance Michelin Pilot túttur en one piston caliber! …og að framan! Þessi bíll er léttur en það er ekki þar að segja að hann þurfi ekki að hafa bremsur !! Á svona bíl er ekki nóg að hafa bremsur sem eru snöggar að stoppa/hægja á bílnum, heldur þurfa þær að geta unnið undir miklu álagi í langan tíma í einu og endast vel.
Þetta er eini ókosturinn sem ég hef uppgötvað hingað til ;(
0
ég er bara svo hissa á þessu. Bremsurnar eru að framan 345 mm og að aftan 328 mm. Svo gefur BMW upp 100-0 km/h 2.5 s. og á þessum 2.5 sek. sem hann stoppar úr 100 km hraða fer bíllinn 34 metra.
En þessar tölur eru alls ekkert slæmar, en þær sanna ekkert gæði né endingu bremana.
0
Þetta er ábyggilega frábært ef þú þarft að hemla á leiðinni í Hagkaup… Á þessum dekkjum sem bíllinn kemur á er augljóslega ekki um að ræða innkaupakerru.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Ég tók mótorhjólapróf um daginn og það var mjög uppörvandi að sjá hve snögglega var hægt að stöðva mótorhjól. á 40 KMH stöðvaði ég á rúmum 4 metrum.
Til samanburðar má nefna að Porsche 911 Turbo er 14 sekúndur að fara frá 0-160-0 en ZX-9 er 9.8 sekúndur.<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
0
Þetta er landlægt vandamál hjá BMW að bremsur standist ekki meðferðina sem annars góður bíll býður uppá.<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
0
Huh ? Af hverju gera menn ekkert í þessu ??? Þetta er með svona virtari framleiðundunum, hafa mörg hundruð manns í þróunarvinnu, svo ekki sé minnst á M þróunardeild BMW…
Mér finnst mjög skrýtið að þeir bæta ekki úr þessu…
0
Já - þeir eru ekki með slæmar bremsur - bara ekki eins góðar og Porsche….<br><br>“They cost the same as ugly ones’” Ferruccio Lamborghini um einkaritarana sína þrjá…
0
Já ég skil… Ef þú ert að miða bremsurnar í Porsche, þá eru náttúrulega allar aðrar bremsur bara RUSL ;) Allavega ef þú talar um ceramic diskana. En er þetta virkilega satt að bremsurnar séu virkilega áberandi slæmar á M3 CSL ???
En hvað er verðið á M3 og svo aftur á M3 CSL ? innfluttur með öllum tollum og veseni ?
0
Svo man ég eftir því að í Bretlandi fóru menn að skoða ábyrgðarmál vegna vinsælda “track days” og voru þá margir framleiðendur mjög harðir á því að þannig ógilti ábyrgð. Mig minnir að BMW hafi nú verið frekar á því málinu, en gæti misminnt, og merkilegt að pæla í hvort það sé sér ábyrgð á CSL?<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Allt þetta dót gefur sig ef þu ert að hamast á þessu á braut… Ef þú ert með sonna græju og ert að pína þessa upp í 8000 rpm, í grenjandi botni fer vélin og SMG skiptingin kúkar á sig.
0
Auðvitað kallar þetta á meira viðhald, en ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur. SMG skiptingin fer ábyggilega nægilega illa með sig við það að leggja í stæði, en þessar vélar eru ansi sterkar held ég.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Hmm… Já,en ég er ekki alveg að fatta þessa SMG skiptingu.
Er ég að skilja rétt að það sé hægt að velja á milli automatic/semi automatic, og svo M mode fyrir hámarks snúning vélar.
Geturru kennt mér á þetta MAL ? ;)
En spillir svona skipting ekki akstursánægjuni… eða er hægt að leika sér jafn mikið með SMG ?
0
Þetta er, rétt eins og F1 skipting Ferrari, beinskipting með sjálfvirkri, tölvustýrðri kúplingu.
Það er haugur af modes á þessari skiptingu, þar með talið eitthvað sérstaklega snöggt mode sem skiptir af fullri hörku og svo möguleiki á að fá launch control sem bíður upp á alvöru “drop clutch” start fyrir hámarkshröðun.
Þú getur ábyggilega fundið nákvæmar upplýsingar um þetta á netinu.
Hvernig svona skipting er upp á akstursánægju hlýtur bara að vera persónubundið. Mig dauðlangar sjálfum til að prófa bíl með skiptingu af þessum toga, en mig langar eiginlega ekki neitt í að hafa svona í bíl sem ég á. Nema kannski Lamborghini Gallardo, ég held ég tæki hann með eGear ef ég hefði möguleikann ;)<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Ok þannig að það er ekki hægt að segja að þetta sé sjálfskipting eða virki eins, heldur er þetta beinskipting með tölvustýrði kúplingu. Right? Nokkuð gott heyrist mér…
0
Á tímabili a.m.k. þótti þetta besta “kúplingslausa” skiptingin. Það eru auðvitað nokkrir komnir með svona græjur og þær eru sífellt að verða betri.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
M3 CSL Concept var kynntur árið 2001, en nú er hann orðinn að raunveruleika, þegar hann var settur í framleiðslu 2003.
En spurning mín er sú: Verður hann ekki í takmörkuðu upplagi ? Verður hann framleiddur út árið 2003 og þá er bara allt abú ? Ef eftirspurnin verður mikil (sem hún er) mun BMW sennilega framleiða eitthvað fleiri bíla.
En veit enginn hvað hann kostar??????????????????
0
Ég held að einu sem geta svarað þér varðandi verð sé B&L. Ef þú færð skiptimynt af 10 millum held ég að það yrði ekki mikið.
Það er auðvitað ekkert mál að finna verðið á honum erlendis hins vegar. Gætir alltaf athugað hvort það séu nýir á <a href="
http://www.mobile.de">
http://www.mobile.de</a> og reiknað hvað kostar að flytja þá inn eftir að þú tekur af þeim virðisaukann úti.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
En varðandi greinina á www.evo.co.uk um CSL og GT3.
BMW-inn kom hreint út sagt mjög vel út að mér sýndist. Eina sem sem undirritaður kvartaði mikið undan var að það vantaði air-condition ;)
En talað var um að þyngdardreifingin væri mun betri í CSL og hann lægi mun betur í beygjum, eða framdekkin náðu betra gripi, þannig að ef þú rykkir stýrinu hægri eða vinstri, þá bara einfaldlega fer bíllinn þangað og ekkert kjaftæði ! ;)
Það skemmir samt fyrir að hafa SMG skiptingu. Það er mun skemmtilegra að keyra sportbíl eins og þennan beinskiptan vegna þess að þú missir svo mikið, þú ert ekki í eins “beinu contacti” við vélina.
0
Ég er ekki alveg viss um hvaða grein þú vitnar í á vefsíðu Evo, en er hún upprunin úr Evo eða AutoExpress?
Það má auðvitað endalaust deila um þyngdardreyfingu. Menn hafa almennt hrósað öllum bílum Porsche upp á síðkastið fyrir viðbrögð, aksturstilfinningu og -næmni. Þar að auki minnir mig að GT3 taki M3 CSL á braut, ég gæti farið og flett því upp, nema það skiptir mig ákaflega litlu máli.
Á blaði er svo mikið rétt við M3 CSL, en þegar maður les dómana í Evo (sem eru nú ekki endilega nein lokaorð og ekki eins og þeir geri lítið úr bílnum) hugsar maður sem svo að maður myndi gera annað við peningana.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Greinin er í Road test/index. Og þar er verið að bera saman GT3 CSL og STI.
0
Ég á reyndar blaðið með þessari grein, hef ekki alveg tíma til að fletta upp í því núna. Það voru nokkur vonbrigði með CSL í henni að mig minnir og Súbbinn kom mjög sterkur inn. Í blaðinu fylgdi svo grein þar sem CSL mætti venjulegum M3 og M3 fékk hrósið…<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0
Hvað var það við CSL - inn sem þeim þótti verra en í venjulega M3 ?
I'm Surprised !
0
Ég skal athuga þetta eftir vinnu í kvöld, en ég held aðallega að þeir hafi ekki séð að allur verðmismunurinn væri að skila sér.<br><br>-
“…I'm a well known purist bigot when it comes to cars.” - Martin Buckley, <i>Evo</i> #62.
0