Ef ég man rétt þá er ekki hægt að færa stýrið vinstra meginn þar sem eitthvað í vélinni væri fyrir, (startarinn, turbina,pústgrein , ég hreinlega man það ekki)
Flest allir bílarnir í Bretlandi voru fluttir inn á SVE(Single Vehicle Aproval) sém þýddi að þeir þurftu ekki að uppfylla jafn ströng skilyrði hvað varðar mengun og ef umboðið hefði flutt þá inn. (og já, ég veit um þessa 50 sem Nissan UK. flutti inn og seldu með fullri ábyrgð)
Ég hefði haldið að ef maður keypti einn í Bretlandi og flutti inn, þá ætti maður að fá hann skráðan hér, fyrst hann er skráður í öðru EB landi. Hinsvegar gæti það orðið eitthvað stapp og spurning hvort menn nentu að standa í því.
Evo Lanceranir tveir sem voru notaðir í rallinu féllu undir, að ég held, sömu skilgreiningu, voru bílar (týpur) sem ekki voru samþykktar fyrir Evrópumarkað. En hvort þeir fengust skráðir þar sem Lancerinn var þegar gerðarskoðaður veit ég ekki.