Já, sko, R35 er kominn, nánast viss, en EKKI sem GTR. Þessvegna er ekkert talað um hann. Því að skyline er bara eins og passat, legacy og primera, en GTR skyline, það er allt annað mál.
Dubai málið:
Það er japani í hollandi sem hefur verið að leita að skyline fyrir mig og hann tekur ábyrgð á þessum dubai gaurum. Hann er samt ekkert allt of hrifinn af þeim því að allt víraflóðið þarf að flytjast.
R32… ég vill helst ekki eiga 89 módel af svona bíl. Ég á 92 mözdu og það sem er vandamálið við t.d. mözduna mína liggur alls ekki í bílnum sjálfum, heldur smáu hlutunum. Vél og kassi er eins og nýtt og allt nýupptekið, en hvað með t.d. bremsudiska, gorma, dempara, allar lagnir, barka, snúrur og þetta allt dót. eftir c.a. 10-15 ár fer þetta að verða viðhald. (ps. handbremsan mín er t.d. léleg og barkin frosnaði í frostinu um daginn)