Ég myndi frekar taka Golf R32 í stað RX-8, því Golfinn er miklu meiri lúxusbíll og meira lagt í frágang, og það sést um leið þegar þú sest upp í hann að þetta er þýsk smíði ;)
Samanburðurinn var gerður á 3 bílum, sem í raun eru mjög ólíkir: Impreza WRX STI 2.5, Lancer Evo, og Golf R32.
Þetta voru nokkrir sérfræðingar sem tóku bílana alveg í gegn og komust að því að Golfinn, eins og skiljanlegt er, hafði lægra perfomance á braut, en þeir sögðu að hann væri með best upp setta fjöðrunarkeffið fyrir götuna. Einnig var talað um að Golfinn hefði mikið framyfir hina tvo hvað varðar þægindi og frágang.
Þetta er kanski enginn spyrnugræja en þó verður að segja að það er mjög erfitt að halda sér innan hraðatakmarka á þessum ;)
Draumur minn er svo: Project Golf R32 ;) sem yrði einhvernvegin svona ;) ( bara draumórar ungs drengs )
Bíllinn hljóðeinangraður frá A-Ö
Hvarfakútur fjarlægður (Þó svo að hljóðið sem FEITT fyrir.)
Filmur allan hringinn.
PiperCross Viper Airfilter. (Cold air intake.)
Taka rafkerfi í gegn frá A-Ö, nýjar sverari lagnir og nýr dýnamó.
Kenwood Cd-player, Geneseis 5 Channel, Genesis dual mono magnarar, 2x DLS 12“ Dual magnet, DLS hátarasett, Kraftþéttar og crossover.
Þetta er orðið ágætt, ég myndi allavega ekki skipta 18” OZ racing felgunum út ! ;)
en við erum að tala um einhverjar 5 - 5.5 millur með öllu, en þetta er bara draumur ;)
Hvað finnst ykkur ? ;o)
Með fyrirvara um stafsetningarvillur.
Fyrir 5,5 millur fæ ég ansi mikið af góðum bílum sem heita ekki Golf. Sem nýr bíll er þetta góður bíll, en 4,2 er út í hött. Ég tek RX-8 fyrir útlit, eiginleika og áreiðanleika.
Mazda vs. VW þegar kemur að áreiðanleika? Held að það sé útkljáð mál. Þegar Mazdan er með flott útlit (Golf er so-so) og uppsetningu eins og maður helst sækist eftir er lítið eftir í dæminu. Kannski er frágangurinn eitthvað betri í Golf, en stíllinn á RX-8 jafnar það létt út.<br><br>-
Það er alltaf gaman í aðdáendaklúbb Mal3. Sjáðu bara hvað aðrir hafa haft að segja:
“Mal3: Hvað er eiginlega að þér? Þykist vera einhverskonar ritstjóri og besservisser sem þarf alltaf að vera með eitthvað djöfulsins vesen.
Ekki veit ég hvað þú heldur að þú sért, sennilega vinnuru á kassa í ÁTVR og ert að öllum líkindum ófríður og reynir að bæta það upp með því að segja hluti eins og ”Ég rétt leit á greinina og hún leit út fyrir að vera í lagi, slatti af stafsetningarvillum samt“…….
Af hverju þarftu að vera svona neikvæður og alltaf að koma með leiðinleg svör.
Að mínu mati ertu fífl.”
-ibbets
0