Húddið á súkkunni er rosalega lítið, og gefur ekki mikla möguleika.
Ég myndi ekki fara að leggja í mikinn kostnað við að skipta um vél. Líklegast væri best að fá 1300 twin cam mótor (ef svoleiðis fást ennþá) en hann skilaði þessum bíl ágætlega áfram.
Það gæti verið að 1600 mótor úr Vitöru gangi ofaní, veit allavegana til að henni var skellt ofaní Suzuki Fox (í staðinn fyrir 1300 vélina).
Svo má náttúrulega gera hvað sem er. Það er hægt að gjörbylta bílnum, setja í hann V8 (sem stendur uppúr húddinu, færa hvalbakinn aftar, skella sjálfskiptingu við vélina og hásingu að aftan.
En persónulega myndi ég setja peninginn í annan bíl, en þetta eru þínir peningar og þú ræður :)
JHG