<b>(Lifandi vísindi nr. 9 2003) </b>

Árið 1769 smíðaði franski verkfræðingurinn Nicolas Joseph Cugnot véldrifinn vagn til aksturs á venjulegum vegum - heimsins fyrsta bíl. Þetta þunga gufuknúna faratæki var þó ekki ætlaður til sunnudagsbíltúra heldur til að flytja fallbyssukúlur fyrir franska herinn. Hraðinn var líka áður óþekktur í slíkum flutningum, 10 km. á klukkustund. Því miður dró það nokkuð úr meðal hraða að á 15 fresti þurfti að nema staðar til að bæta vatni á vélina. Hitt var þó enn verra en að Cugnot hafði komið vélinni fyrir yfir framhjólinu – án þess að finna jafnframt upp vökvastýrið. Það þurfti því fullhraustann karlmann til að stýra bílnum. Og dag einn árið 1771 fór illa. Þá ók Cugnot sjálfur bílnum á múrvegg. Þar með hafði hann ekki aðeins smíðað fyrsta bíl veraldarsögunar, heldur einnig orðið valdur að fyrsta bílslysinu.
<br><br>————————–
<font color=“navy”><a href="http://195.92.224.73/j20/content/host.asp">Þarftu nokkuð að pissa?</a></font>
5