Nú er vetur konungur er í sjónmáli og maður farinn að huga að vetrarundirbúningnum.
Hver kannast ekki við þá ónotalegu tilfinningu að vakna þreyttur að morgni til, eftir of lítinn svefn og mann ekkert frekar en að liggja áfram í rúminu, en þrátt fyrir það dröslast maður út í kaldan bílinn, setur hann í gang, fer út að skafa og þegar maður kemur inn sér maður ekkert út vegna móðu, leggur svo af stað og sér varla glóru…
Til er lausn á þessu vandamáli sem er hreyfilhitari (kælivatnshitari)…
Hef verið að kynna mér þetta og það eru til 2 lausnir, önnur er rafmagnshitari, en vandamálið við hann er að maður þarf þá alltaf að komast í 220 voltin og eins og ég bý er erfitt að koma því við úti á bílaplani (þessi pakki kostar á milli 20 og 40 þúsund). Hin lausnin er bensínknúinn hitari frá <A href="http://www.webasto.dk/">Webasto</A>, vandamálið við hann er hinsvegar verðið, þetta er pakki upp á að minsta kosti 100 þúsund, þannig að spurning mín til ykkar þarna úti er hversu vel virka þessir olíu/bensín hreyfilhitarar frá Webasto (módel: Thermo Top E) og hve lengi endast þeir, er þetta eitthvað sem er ónýtt efir 2 ár, 5 ár eða hvað…
Reynslusögur væru mjög fínar, svo endilega tjáið ykkur.