Á topp þrjú lista verður alltaf að fórna einhverju. Af öllum þeim þáttum sem ég hrífst af í bílum næ ég að gera best með eftirfarandi topp 3 lista, sem ætti að kosta kannski 10 milljónir kominn til landsins:
Lamborghini Espada S2
Lotus Elan Sprint DHC
Porsche 911 Carrera 3.2 (late model, helst ‘89)
Lamborghini er alvöru ítalskur gæðingur frá einu af mínum uppáhaldsmerkjum. Hann hefur speisaða Gandini hönnun, sem bætir að hálfu leyti fyrir að enginn Citröen komst á listann. Hann er líka með V12 vélina sem var upprunalega hönnuð af Bizzarini þannig að þetta er alvöru exotic, eða eins mikill exotic og fullra fjögurra sæta bíll getur verið. Hann hefur fullt hús þegar kemur að reppi, var hraðskreiðasti fullra fjögurra manna bíllinn þegar hann kom fyrst. Það vantar líka pjúra GT bíl á listann, en þessi reddar þeim hluta að mestu. Ábyggilega brilliant ferðabíll, þægilegur með plássi og gríðarlega skemmtilegur.
Lotus Elan Sprint sér um fullkomlega fágaða aksturseiginleika í bíl sem er til þess að njóta akstursins. Annað af mínum uppáhalds merkjum, hannaður af einum mesta snillingi bílasögunnar. Hann dekkar fjaðurvigtarflokkinn og blæjudelluna mína.
Porsche 911 er næst því að vera praktískur af þessum bílum. 2+2 sætafyrirkoulag er samt ekki fjölskylduvænt. Klassískt útlit á bíl sem er kannski hinn fullkomni all-round sportbíll. Huge karakter bæði í útliti og akstri og flöt sexa til að gæla við eyrun.
Ég myndi skipta 911 út fyrir eitthvað praktískt (BMW M5 E34?) ef ég væri ekki svona hrifinn af 911…<br><br>-
Q: Why can’t you eat soup inside the Matrix?
A: Because there is no spoon…
<a href="
http://www.pvponline.com/archive.php3?archive=20030513">Skull - PvP</a