jú jú… það voru til allavega 2 Turbo bílar, og 2 Alpine líka,
Bróðir minn átti þann gráa (turbo) við skiptum um wastegate'ið í honum, það var ágætis bíll nema rafkerfið var alltaf í einhverju rusli í honum, svo var annar hvítur sem stóð lengi hjá gamla BMW umboðinu, og svo bakvið Bílahöllina, veit ekki hvað varð af þeim bíl, en ég held ég hafi séð þann gráa um daginn á Reykjanesbrautinni,, númerið á honum var ??-666 (?? man ekki stafina) en það getur verið að það hafi verið annar bíll,,
Þessi 2 Alpine bílar voru rallýbíllinn sem Ómar og Jón Ragnarssynir kepptu á lengi, og hinn var grár, innfluttur frá Luxemburg minnir mig, (félagi minn átti þann bíl) hann var 96 hestar og virkaði bara þrælvel.. (þ.e. bíllinn)<br><br><b><font color=“red”>Speed is just a question of money. How fast can you go?</b></font