Eins og bent var á, þá er eðlilegt að bílar brenni smá smurolíu. Sú þumalputtaregla var alla vega til, að bílar mættu eyða 1 lítra af smurolíu á hverja 1000 km, án þess að eitthvað væri að. Reyndar er þetta að breytast hratt, og til dæmis hreyfir bíllinn minn ekki olíuna á milli smurninga (7500 km).
Því myndi ég ráðleggja, ef menn eru í vafa um hvort vélin sé að brenna ofmiklu af smurolíu, að tala við verkstæði umboðsaðila, og fá að vita hvað er eðlilegt. Vélar í bílum eru það misjafnar að það er erfitt að segja hvað er eðlilegt, nema að þekja þær vel.
Kveðja habe