útborun já…
oftast er blokkinn og cylendrarnir steyptir í eitt stykki.
inn í blokkini er holrúm sem er fullt af vantni venjulega sem er til kælingar og þarf að bora slatta til að bora út í kælirýmið. annars held ég að það sem takmarkar útborun er lengdin milli cylendrarna. útborun er ekki mikill aukning á þvermáli, 0,25 0,5 0,75 1 mm og eitthvað upp.
Brúnir myndast þegari stimpilhringirnir eru búnir að slíta cylendrunum.
Holt!! mikið boruð vél er viðkvæmari því veggirnir úti kæligönginn eru þynnri og kannski eru nýju stimplarnir ekki jafn þungir og gömli stimplarnir og balans ekki sá sami.
ef td þú borar 350 chevy út um 1 mm þá færðu um 113 ccm sem er tæplega 7 kúbiktommur sem er bara 2% og ef hestaaflaaukningin er línuleg þá fer ca. 250 hö í 255 hö.
En eins og einhver sagði að þá er hægt að bora 350 út í 400, þar sem ég er ekki nógu vel að mér í því hvað v8 vél þolir í borun þá er gaman að skoða hvað þarf að bora mikið til að vélin verði 400 kúbik. 4 tommur í 4,277 tommur sem er 7 mm.
jæja vona að þetta hafi gefið þér smá hugmynd