Það kemur mér mikið á óvart hversu margir þykjast hafa stungið Blönduóss lögguna af.
Nú eru 89 búnir að taka þátt og 15% segjast hafa stungið hana af. Það eru 13 manns.
Ég dreg það stórlega í efa að svo margir hér hafi stungið hana af. Þessir karlar kunna að keyra og hafa oft miklu meiri reynslu en þeir sem hér eru, og þekkja svæðið miklu betur. Svo er það lítið mál að senda bíl á móti eins og oft er gert. Ég held að það sé ekki einfallt að stinga lögguna af á þjóðvegum landsins.
Svo er það hin hliðin. Hvað er að mönnum að stinga ef þegar lögreglan gefur merki að stöðva? Ef ég er stoppaður vegna hraða þá eru allar líkur á því að ég hafi unnið fyrir því. Það má deila á smámunasemi löggunar en hún er samt að framfylgja lögum.
Með því að reyna að stinga af þá þarf ökumaður að gefa hressilega í og fara á hraða sem er miklu meiri en þjóðvegir landsins bjóða uppá. Með því athæfi eru þeir að stofna lífi sínu og annara vegfarenda í hættu.
Það sem ég vil segja við þá sem þykjast hafa stungið hana af, það er ekki kúl að stinga lögguna af, það er í besta falli barnaskapur.
JHG