Ég veit ekki hvort það sé eitthvað vit í því að senda þetta hérna en það má alltaf reyna.
Í morgun þegar mamma þurfti að skutla pabba upp í kringlu eða eitthvað (vinnur þar) þá tók hún eftir því að það var búið að taka þarna logoið eða merkið sem stendur Skoda af bílnum, reyndar bara aftan á. Afi og amma eru í útlöndum og við erum við bílinn þeirra sem er Audi og það var líka búið að plokka logoið af bílnum þeirra. Bílinn okkar, sem við erum með á rekstrarleigu, er alveg nýr. Í mesta lagi 3ja mánaða.
Ég vil spyrja hérna vitrari menn, sem vita meira um bíla en ég:
Er eitthvað hægt að fá fyrir svona logo/merki?
Hvað kostar að fá svona ný merki á bílinn (mig grunar að það kosti í það minnsta eitthvað meira en nokkra þúsundkalla)?
Og hver mundi vilja plokkar, skrúfa svona merki af?
Hafa einhverjir aðrir lent í svipuðu?
Vona virkilega að einhver gefi mér svör við spurningum mínum.
kv. Saga